Finndu okkur á:

Um Mex

Um Mex ehf

Byggjum á gömlum grunni

Mex ehf byggir á gömlum grunni, það var árið 1972 sem þeir Magnús Hauksson og Egill Árnason hófu rekstur í 50 fermetra bílskúr við Langholtsveg 164 í Reykjavík og snerist starfsemin um sérsmíði eftir óskum fólks og húsgagnaframleiðslu, einnig hefur fyrirtækið frá upphafi sérhæft sig í lökkun á húsgögnum og innréttingum. Hét fyrirtækið þá Nýsmíði sf.

Frá því um 1982 hefur Magnús rekið fyrirtækið einn.
1985 var keypt húsnæði undir reksturinn að Lynghálsi 3 í Árbæjarhverfi og hefur starfsemin verið þar síðan.
1986 hófst framleiðsla á innihurðakörmum o.fl. fyrir aðila sem voru í stórtækum innflutningi á innihurðum, en hagstætt þótti að framleiða hurðakarmana innanlands.
1990 var svo keyptur sérhæfður vélbúnaður til framleiðslu á svokölluðum ,,Frönskum gluggum,, (einnig kallað ,,Sprotagluggar,,) en þessir gluggar höfðu verið fluttir inn fram að þeim tíma, en þeim innflutningi var hætt.
Gluggar þessir voru framleiddir fyrir flesta þá sem voru að selja innihurðir á Íslandi, bæði hurðir sem framleiddar voru innanlands og hurðir sem voru innfluttar og komu víða frá. Þótti hagstætt að flytja hurðirnar inn gluggalausar, en setja síðan glugga í þær hér eftir þörfum.
Síðustu ár hefur reksturinn, að mestu snúist um allskonar stiga og handrið sem að við hönnum og teiknum og látum síðan að mestu framleiða erlendis.

Frá Bendywood á Ítalíu höfum við á lager beygjanlegan harðvið, viðurinn er beygður í venjulegum vals eins og notaður er til að beygja járnrör.
T.d. er hægt að beygja handlista í heilu lagi á hringstiga.
Frá Anssems í Hollandi og Þýskalandi flytjum við inn bílkerrur, lögð er megin áhersla á stórar og sterkar kerrur gerðir fyrir iðnaðarmenn og fyrirtæki.
Efni í Harmonikkuhurðir, flestar viðartegundir og PVC efni í mörgum litum er flutt inn frá Finnlandi, Hollandi og Ítalíu og hurðirnar síðan smíðaðar hérna og afgreiddar með stuttum fyrirvara eftir máli fyrir hvern og einn.

MEX tölfræði

Smá tölfræði um MEX ehf

0 +
Fjöldii ára í bransanum
0
Fjöldi viðskiptavina
0
Fjöldi starfsmanna
0 +
Fjöldi vara í boði
Scroll to Top